NST KOSNINGAR
x2018

Kosningar verða opnar í Innu 16.-19. apríl!
Hvað er NST?

Nemendasambandi Tækniskólanns, skammstafað NST, er stýrt í þeim tilgangi að bæta líf nemenda Tækniskólanns á framhaldsskólagöngu sinni, hvort sem það sé í formi félagslegra viðburða eða úrlausnum hagsmunamála sem berast frá nemendum.
Nemendasambandið hefur haldið fjöldan allan af viðburðum, og slógu til nú í ár með heilum þremur böllum, meðal annarra minni viðburða að sjálfsögðu. Enginn vafi er á því að ný stjórn haldi við góðu félagslífi, sama af hverjum hún verður skipuð.

Facebooksíða NSTS

Frambjóðendur

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir

Sælt verið fólk. Ég heiti Gunnhildur Fríða og er á brautinni K2 í Tækniskólanum og býð mig fram í miðstjórn NST. Á síðasta ári þá var ég nýnemafulltrúi og er tilbúin að takast á við stærri verkefni hjá stjórninni. Það sem ég vil gera fyrir félagslíf í Tækniskólanum er að auka samstarf og samskipti milli deilda og skóla innan Tækniskólanns. Ég vil stofna meme-síðu og nefnd sem sér um það að setja inn 1 meme á dag á facebook síðu. Svo vil ég líka gera hellaðar peysur og ætla að sjá til þess að viðburðum muni fjölga. Ef þið þurfið fleiri ástæður til að kjósa mig, þá getið þið endilega kíkt á instagram síðuna mína: @kjosumgunnhildi
Takk fyrir að taka þátt í kosningum og ég vona að þú kjósir rétt!


Ólafur Hrafn Halldórsson

Ólafur Hrafn heiti ég og gef ég kost á mér í miðstjórn NST. Ég sækist eftir formannsembætti og finnst mér það viðeigandi vegna lærdómsfullri setu minni sem varaformaður í miðstjórn NST yfir seinastliðin ár.

Ég hef verið innan handa við NST síðan ég byrjaði í skólanum og hef ég sitið sem varaformaður í miðstjórn yfir seinustu tvær annir. Ég hef einnig verið í LAN nefnd síðan ég hóf mína skólagöngu og er núna formaður LAN nefndarinnar.

Ég einnig sat í stjórn Landssamband Ungmennafélaga (LUF) í eitt kjörtímabil og ætti reynslan mín og þekking frá því starfi að bæta samskipti okkar við önnur félög.

Helstu áherslur mínar ef ég væri kosinn í miðstjórn NST væri frekari tenging á milli nemendafélaga innan og utanskólans ásamt bættu upplýsingaflæði og samtengingu við nemendur skólans. Einnig langar mig að leggja áherslu á fjölbreytti viðburði, ekki bara böll.

Frekari upplýsingar um mig fá finna á heimasíðu minni olafurhrafn.is.

Ef það eru einhverjar spurningar mega þær berast í netfang mitt olafur27@gmail.com eða á Facebook Messenger m.me/olafurhh.


Snædís Draupnisdóttir

Hæhæ!
Ég heiti Snædís og er 00 mdl. Sem þýðir að ég er að verða 18 ára.
Ég er nemandi í Upplýsingatækniskólanum og stunda þar nám á K2 (2. ári) aka Verzló Tækniskólans, aka yikes.
Ég hef verið í Nemendasambandi Tækniskólans frá því að ég byrjaði sem busa grey í Tækniskólanum og var ég ritari mitt fyrsta ár, og síðan varð ég stofnandi og formaður jafnréttisnefndar nemenda Tækniskólans síðastliðið ár.
Nú hef ég ákveðið að bjóða mig fram í miðstjórn og mun kosningar loforð mitt vera það að fá lyftutónlist í lyftunar í skólanum okkar og sjá til þess að beðnir nemenda munu vera gefnar áheyrn og unnið úr eins mörgum og hægt er, kennarar væru meira vart við hvernig félagslíf skólans er og fleiri minni viðburðir innan skólans, því skóli án nemenda væri ekki skóli, og eins og ég vil meina þá eru ánægðir nemendur = gott líf!
Takk fyrir og munið að kjósa rétt
X- fyrir Snædísi


Auður Aþena Einarsdóttir

Halló, halló, halló. Auður heiti ég og er nemandi á K2 í Upplýsingatækniskólanum. Ég er 15 ára og mun á næstu önn byrja mitt annað ár í skólanum. Þið gætuð hafa séð mig í Gettu betur í vetur (hey þetta rímar)) auk þess er ég virkur meðlimur í málfundarnefnd Tækniskólans, Jafnréttisnefndarinnar og er í leikfélaginu Desdemónu. Ég býð mig fram í miðstjórn NST vegna þess að ég hef trú á því ég, ásamt öðrum, geti hjálpað félagslífinu í Tækniskólanum að blómstra enn frekar. Ég hef aldrei áður verið í stjórn NST en langar ykkur ekki að fá ferskt blóð í félagslífið? Prófið eitthvað nýtt og setjið X við Auði.


Oddur Þór Unnsteinsson

Sæl
Ég Heit Oddur og að læra rafeindatækni í Raftækniskólanum, ég er 17 og verð 18 ára í maí. Ég Hef Verið í Nst síðan ég byrjaði í skólanum (2016) og veit full vel hversu mikinn tíma þessi störf taka frá skóla, Ég er í mjög opnu námi og hef því meiri tíma til að gera skólann skemmtilegri og fjölbreyttari. Helstu Markmið mín í miðstjórn eru eftirfarandi: Byrja klúbba kvöld í öllum skólum,búa til skólapeysur með merkingum, Fjarlægja píanóið í matsal, Tilboðskort,Hafa minni viðburði á skólatíma og Berjast fyrir nemendaaðstöðu með sófum og sjoppu svo einhvað sé nefnt.

X Við Odd í miðstjórn!!!!!


Magnús Dagur Jóhannesson

Halló, ég heiti Magnús Dagur Jóhannesson og er nemi á tölvubraut.
Ég ætla að sækja um í stjórn því ég hef áhuga á viljann til að bæta félagslíf nemenda og bæta stjórnir. Ég er nú þegar í skemmtiefndinni og er að gera mitt besta þar sem ég er vil geta gert meira fyrir skólann. Ég er líka búinn að tala við núverandi formann (Kormák Atla) um þetta og hann er búinn að útskýra hvað formaður gerir og hvað er hægt að gera svo er ég líka búinn að tala við Huginn til að vita betur um þetta og líka til að kynna mér NST lögin.
Guðmundur Aron Guðmundsson

Hæ! Ég heiti Guðmundur eða Gummi Aron. Ég er nemandi á K2 og jafnvel þó að margir segja að K2 sé „lúða braut“, er ég samt mjög áhugasamur um félagslífið. Mér hefur langað að taka þátt í nemendafélagsstörfum og vera í nefndum síðan ég byrjaði í unglingaárin mín í grunnskóla og væri PEPP í að taka þátt í NST. Þið ættuð að kjósa mig af því að ég tek þátt í öllum viðburðum hjá Tækniskólanum og ætla að gera mitt besta til þess að bæta félagslífið hérna og gera viðburðina skemmtilegri.
Ólafía Björt Benediktsdóttir

Hæ.

Ég heiti Ólafía Björt og ég vil vera í miðstjórn NST. Ég er á Upplýsingatækni-og fjölmiðla braut í uplýsingatækniskólanum (grunnnám fyrir ljósmyndun). Haustönn 2018 verður 3 önnin mín og ég er búinn að taka þátt í félagslífiu hér síðan að ég byrjaði nám hér 2017. Ég byrjaði 1. önnina mína með því að ganga í JNT (Jafnréttisnefnd Tækniskólans) og þar er ég vara-formaður. Nýlega fór ég í Auglýsingarnefndina.

Ég vil komast í NST til að hjálpa félagslífinu að vaxa og dafna. Einnig vil ég reyna að fá frítt og betra kaffi fyrir nemendur ásamt að því að fá félagsstarf fyrir alla undirskóla Tækniskólans líkt og starf ENIAC hjá Upplýsingatækniskólanum.

Og munum að kjósa rétt!
Fráfarandi stjórn NST (2017-2018)

Kormákur Atli Unnþórsson
Formaður

Ólafur Hrafn Halldórsson
Varaformaður

Lillý Karen Pálsdóttir
Ritari

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir
Nýnemafulltrúi
Lög NST (PDF)